04.02.2018 11:56

Úrslit úr Skíðafélagsmóti F

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð eru komin á síðuna undir liðnum úrslit.  Mótið var haldið í gær laugardaginn 3. febrúar í Selárdal í þokkalegu veðri en dálitlar vindhviður voru öðru hvoru, sérstaklega þegar 12 ára og yngri gengu en lægði meira þegar 13 ára og eldri var startað.  Til öryggis voru vegalengdir styttar  hjá 15 ára og eldri vegna veðurs og genginn ca 3 km hringur og tveir hringir hjá körlum 17+.  Þátttaka var með besta móti en alls tóku 21 keppandi þátt.  Við þökkum keppendum þátttökuna og starfsmenn mótsins fá þakkir fyrir vel unnin störf

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 51
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 65850
Samtals gestir: 18132
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 17:31:43