08.02.2018 13:09

Bikarmót og Hótelmótið á Ísafirði

Helgina 19.-21. janúar var fyrsta bikarmót SKÍ þennan veturinn haldið á Ísafirði, mótið var fyrir keppendur 15 ára og eldri.  Skíðafélag Strandamanna átti einn keppanda á mótinu Hilmar Tryggvi Kristjánsson tók þátt í flokki 15-16 ára og stóð sig mjög vel, hann sigraði í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð og í 5 km göngu með frjálsri aðferð sem hann gekk á tímanum 18:45,7 mínútur.  Í 5 km göngu með hefðbundinni aðferð var hann í 3. sæti á tímanum 23:33,5 mínútur.  Samhliða bikarmótinu var skíðamót Hótels Ísafjarðar haldið fyrir krakka 14 ára og yngri, 10 krakkar frá Skíðafélagi Strandamanna tóku þar átt í ski cross á laugardeginum og göngu með hefðbundinni aðferð á sunnudeginum.  Við þökkum Skíðafélagi Ísfirðinga og Hótel Ísafirði fyrir góð mót og frábæra gestrisni.

Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 18
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 65879
Samtals gestir: 18134
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 00:57:27