15.02.2018 22:55

Skíðagöngunámskeið

Skíðafélag Strandamanna mun halda skíðagöngunámskeið fyrir almenning næstu þrjá laugardaga.

 

Skíðagöngunámskeið 17.  febrúar kl. 14-16

Skíðagöngunámskeið 24. febrúar kl. 14-16

Námskeið í smurningu og umhirðu skíða 24. febrúar kl. 16-17

Skíðagöngunámskeið 3. mars kl. 14-16

 

Námskeiðin eru jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og eru haldin á skíðagöngusvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal.  Kennd verða undirstöðuatriðin í hefðbundinni skíðagöngu.  Námskeiðsgjald er kr. 2.000 fyrir hvert skipti, en ef farið er á öll námskeiðin er námskeiðsgjaldið alls 5.000 kr.  Fyrsta námskeiðið verður nk. laugardag 17. febrúar, Rósmundur Númason mun stjórna því og tekur við skráningum í síma 8921048 eða á facebook.

 

 

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 51
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 65850
Samtals gestir: 18132
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 17:31:43